Áherslukönnun vegna framtíðarviðræðna við Bretland
Ráðuneytið hefur staðið fyrir kynningarfundum um viðræðurnar og samningsmarkmiðin til að fá fram sjónarmið atvinnulífsins.
Vegna sóttvarnarreglna hefur verið erfitt að koma við stórum fundum eða vinnustofum. Því var ákveðið að opna þessa samráðsgátt í formi könnunar til að fá fram efnislegar ábendingar og áherslur varðandi einstaka þætti útflutnings. Markmiðið er að veita samninganefnd Íslands sem besta leiðsögn og yfirsýn yfir íslenska hagsmuni og öll þau sérstöku úrlausnarefni sem íslensk fyrirtæki telja mögulegt að upp komi. Nánar um samráðsgáttina