Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. mars 2019

Árangursríkar vinnustofur í þremur borgum Asíu

Árangursríkar vinnustofur í þremur borgum Asíu
Dagana 18. til 21. mars stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum og Íslandskynningum í borgunum Tókýó, Seúl og Taipei.

Um 100 gestir sóttu allar vinnustofurnar þrjár sem skipulagðar voru í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó og umboðsmenn Icelandair á hverjum stað fyrir sig.

Áhugi á norðurljósunum, mjög ört vaxandi millistétt og aukið sjálfstæði í ferðum ungs fólks gerir þessa markaði afar skoðunarverða fyrir íslenska ferðasöluaðila. Þá hefur hópferðum frá þessum mörkuðum farið stöðugt fjölgandi á undanförnum árum. Með vinnustofum sem þessum og tilheyrandi tengslamyndun opnast einnig möguleikar á að bjóða beina þjónustu við einstaklinga.

Átta íslensk fyrirtæki tóku þátt í vinnustofunum: Allrahanda – Gray line, Hotels of Iceland, Iceland Travel, Kynnisferðir, Snæland Travel, Superjeep og Terra Nova, auk Icelandair.


Deila