Ferðasýningin TUR í Svíþjóð - þátttökukönnun
Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á ferðasýningunni „TUR, Swedish International Travel & Tourism Trade Fair" sem fer fram í Gautaborg í Svíþjóð dagana 22.- 25. mars nk.
Sýningin er haldin á hverju ári og er ein stærsta ferðasýningin á Norðurlöndunum en á síðasta ári sóttu hana um 44.000 manns, þar af um 18.000 aðilar frá ferðaþjónustufyrirtækjum.
TUR býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum. Sýningin er tvískipt; fyrri hluti hennar, 22. og 23. mars, er fyrir fagfólk (B2B) en á hádegi föstudagsins 23. mars opnar sýningin fyrir almenningi.
Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Sunnu Þórðardóttur hjá Íslandsstofu fyrir 6.febrúar nk. á sunna@islandsstofa.is eða í síma 5114000.