Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. febrúar 2011

Ferðaþjónusta í frosti

Góður hópur ferðaþjónustuaðila er nú staddur í Rovaniemi í Finnlandi
þar sem frostið mælist yfir 30 stig.

Hópurinn er kominn þangað til að afla þekkingar með heimsóknum til fyrirtækja
sem starfa við vetrarferðaþjónustu. Á undanförnum árum hefur eftir því verið tekið
að fleiri ferðamenn heimsækja Finnland yfir veturinn er á sumrin. Finnar hafa lagt
mikla áherslu á vöruþróun og fræðslustarf sem leitast verður við að kynnast sem best.
Hópurinn samanstendur af fulltrúum fyrirtækja sem eru þegar starfandi í ferðaþjónustu
og með áform um þróun þjónustu yfir veturinn sem og annarra sem miðlað geta
þekkingu til greinarinnar. Þátttakendur eru frá Ferðaþjónustu bænda, Fisherman.is,
Mounatineers, Icelandair, Hótel Heklu, Markaðsskrifstofu Vestfjarða, Ferðamála-
fulltrúi uppsveita Árnessýslu, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu auk fulltrúa
Íslandsstofu sem annast skipulagninguna í samvinnu við heimamenn.

.

Deila