Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
26. ágúst 2011

Fjölmenni á Íslandsdeginum í Tallin

Fjölmenni var á Íslandsdeginum sem haldinn var í Tallin í Eistlandi þann 21 ágúst síðastliðinn í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt.

Íslandsstofa var með sýningarsvæði á Íslandstorginu þar sem boðið var upp á kynningu á íslenskum mat matreiddum af íslenskum kokkum, tónleika og kynningarefni um Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn.

Fjölmargir íslenskir listamenn tóku þátt í Íslandsdeginum, m.a. Hjaltalín, Retro Stefan, Lay Low, Mosfellskórinn, Karlakór Kjalnesinga, Snorri Helgason, For a Minor Reflection, Ólafur Arnalds, Sykur og President Bongo. Einnig voru leikin verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfsson og Pál Ragnar Pálsson. Þá komu rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fram og sýnd var íslensk hönnun og svipmyndir af íslenskum arkitektúr, sem og ljósmyndir Páls Stefánssonar.

Íslandsdagurinn var skipulagður af stjórnvöldum í Eistlandi, í samvinnu við íslensk stjórnvöld, en ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) hafði veg og vanda af skipulagningu fyrir Íslands hönd.

Deila