Fjölsóttir fundir með íslenskum viðskiptafulltrúum
Viðskiptafulltrúar íslensku sendiráðanna erlendis voru nýverið staddir á Íslandi til fundarhalda með íslenskum fyrirtækjum.
Viðskiptafulltrúarnir sátu vel á annað hundrað fundi með fulltrúum fyrirtækja sem nýttu tækifærið og komu að máli við viðskiptafulltrúana. Ljóst er að mikill áhugi er hjá íslenskum fyrirtækjum að skoða möguleika á útflutningi.
Flestir sem eiga erindi við viðskiptafulltrúana eru að leita eftir markaðsráðgjöf og aðstoð við að finna samstarfsaðila á markaði en einn helsti styrkleiki viðskiptafulltrúanna er þekking þeirra og tengslanet á sínum markaði.
Íslandsstofa er tengiliður viðskiptafulltrúanna við íslenskt atvinnulíf og allar nánari upplýsingar um þjónustu viðskiptafulltrúanna veitir Andri Marteinsson andri@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.