FlowVR sigurvegari í Gullegginu 2018
Hægra megin fundarborðs má sjá: Stefán, Þóru, Tristan og Ásu frá FlowVR. Vinstra megin situr Flosi frá Íslandsstofu.
FlowVR hlaut jafnframt Útflutningsverðlaun Íslandsstofu sem fela í sér fría þátttöku í útflutningsverkefninu Útlínum – en Íslandsstofa hefur verið einn af stuðningsaðilum Gulleggsins. Mættu fulltrúar fyrirtækisins galvaskir til fyrsta fundar hjá Íslandsstofu á dögunum spenntir að hefjast handa við að hasla sér völl á erlendum markaði.
Í öðru sæti í frumkvöðlakeppninni var Greiði sem vinnur að hönnun smáforrits (e. apps) sem heldur utan um markað fyrir öll möguleg verk sem fyrirfinnast í samfélagi okkar. Þriðja sætið hlaut síðan Eirium en þar er unnið að hönnun hugbúnaðar sem eykur gagnsæi, traust og nýtni fjármagns sem lagt er til hjálparstarfs, neyðar- og þróunaraðstoðar um heim allan.