Fundur Íslandsstofu og norrænna systurstofnana
Fundur hins norræna NTPO (Nordic Trade Promotion Organisations) fór fram á Íslandi á dögunum. Um er að ræða Íslandsstofu og systurstofnanir á Norðurlöndunum.
Fundinn sóttu fulltrúar Finpro, Innovasjon Norge, BusinessSweden og danska útflutningsráðsins auk Íslandsstofu. Auk þess að ræða sameiginleg málefni, áherslur og samstarfsfleti fengu viðstaddir einnig kynningu á sérverkefnum Nordisk Innovation, m.a. á sviði SmartCities og heilbrigðislausna. Fundargestir fengu einnig kynningu á Inspired by Iceland átakinu auk þess sem farið var yfir samnorrænt verkefni norrænu ráðherranefndarinnar um aukinn sýnileika Norðurlandanna í heild á alþjóðavettvangi.
Þótti fundurinn takast afar vel en systurstofnanirnar hittast næst í Svíþjóð í september.