Fundur um Japan vel sóttur
Í tilefni af heimsókn sendiherra Íslands í Japan, Stefáns Lárusar Stefánssonar, var haldinn morgunfundur undir yfirskriftinni „Viðskipti Íslands og Japans – staðan í dag og vaxtarmöguleikar.“
Fundurinn var sérlega vel sóttur og mættu um 60 manns til að fræðast um Japan, sem er þriðja stærsta hagkerfi heims.
Í máli Stefáns kom m.a. fram að miklar breytingar hafi orðið í Japan eftir jarðskjálftann mikla í mars 2010 og að nú eigi tími uppbyggingar sér stað í landinu. Stefán telur þó að þar sem Japanir eru duglegt fólk muni þeir ná að vinna sig út úr núverandi ástandi. Hann telur jafnframt að viðskiptatækifæri séu fyrir hendi á Japansmarkaði, en leggur áherslu á að hafa þurfi viss lykilatriði í huga þegar slík tækifæri eru skoðuð. Næstur steig Ólafur Torfason eigandi Grand hótels fram og sagði frá upplifun sinni af því hvernig ferðamenn Japanir eru. Dagskrá fundarins er hér að neðan.
Eftir kynninguna bauð Stefán Lárus upp á viðtöl um markaðsaðstoð í Japan og umdæmislöndum sendiráðsins. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar nýttu sér þá þjónustu.