Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2016

Glæsilegur árangur Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í matreiðslu

Glæsilegur árangur Kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum í matreiðslu
Kokkalandsliðið náði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Þýskalandi í október. Liðið varð í 9. sæti í samanlögðum stigum og 3. sæti í eftirréttum (culinary pastry art).

Kokkalandsliðið náði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í matreiðslu í Þýskalandi í október. Liðið varð í 9. sæti í samanlögðum stigum og 3. sæti í eftirréttum (culinary pastry art). Alls tóku 50 þjóðir þátt á leikunum og sigraði lið Singapore. Finnland var í öðru sæti og Sviss í þriðja.

„Við erum að keppa við fjölmennar þjóðir sem leggja mikið undir og því er árangurinn sem við náðum enn eftirtektarverðari. Þessi glæsilegi árangur liðsins gefur okkur möguleika á að efla liðið enn frekar fyrir næstu keppnisþátttöku. Einnig að stefna að markmiðum Kokkalandsliðsins sem eru að efla fagmennsku í matargerð á Íslandi og styrkja innviði matvælageirans og ferðaþjónustunnar,” segir Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins. 

Næsta verkefni liðsins er heimsmeistaramótið árið 2018.

Íslandsstofa er bakhjarl Kokkalandsliðsins og óskar liðinu til hamingju með glæsilegan árangur!

Deila