Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. febrúar 2012

Góð mæting á fund um möguleika í kvikmyndatengdri ferðaþjónustu

Síðastliðinn þriðjudag hélt Íslandsstofa fund um möguleg tækifæri ferðaþjónustuaðila í kvikmyndatengdri ferðaþjónustu. Á fundinum var reynt að svara því hvernig önnur lönd hafa byggt upp slíka þjónustu.

Joakim Lind, markaðssérfræðingur og einn eiganda almannatengslafyrirtækisins Cloudberry communication í Svíþjóð, ræddi meðal annars um Stieg Larsson þríleikinn og áhrif hans á ímynd Svíþjóðar. Þá fór Harvey Edington, kvikmyndasérfræðingur hjá National Trust í Bretlandi, yfir það hvernig kvikmyndagerð getur stuðlað að auknum heimsóknum á vissa tökustaði og aukið sögulegt gildi þeirra í leiðinni. Að endingu lýsti Þór Kjartansson, tökustaðarstjóri hjá TrueNorth mögulegum tækifærum fyrir ferðaþjónustuaðila vegna kvikmynda sem teknar hafa verið á Íslandi og sýndi yfirlit yfir helstu tökustaði á landinu. Kynningarnar má nálgast hér að neðan.

Mikill áhugi var á efninu og ljóst þykir að innlendir ferðaþjónustuaðilar telja sig getað aukið þjónustuframboð sitt með aðstoð kvikmyndagerðar á Íslandi.

Nánari upplýsingar um veitir Einar H. Tómasson hjá Íslandsstofu, einar@filminiceland.com

Deila