Hádegismálstofa um ferðaþjónustu og hönnun
Völdum blaðamönnum og finnskum aðilum úr hönnun og ferðaþjónustu var boðið til hádegisverðar þar sem Eliza Reid forsetafrú hélt ávarp um ferðaþjónustu og sjálfbærni, en hún er sérstakur sendiherra Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNTWO um málefnið. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu var með erindi um þróun ferðaþjónustunnar á Íslandi og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar fræddi viðstadda um íslenska hönnun. Má með sanni segja að gestirnir hafi fengið innblástur frá Íslandi í formi kynningar á ferðaþjónustu og skapandi greinum, auk þess sem boðið var upp á sýnishorn af íslenskri matargerð; íslenskt lambakjöt, elduðu af íslenskum kokkum, og skyr í eftirrétt.
Hér að neðan má sjá myndir frá viðburðinum.