Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. maí 2020

Hvernig er hægt er að bæta þjónustu við kínverska ferðamenn?

Hvernig er hægt er að bæta þjónustu við kínverska ferðamenn?
Íslandsstofa gekk nýverið frá samningi við ferðamálayfirvöld í Kaupmannahöfn um notkun á efni sem þróað hefur verið til að bæta þjónustu við kínverska ferðamenn.

Kynningarefnið var kynnt á fundi sem Íslandsstofa og Ferðamálastofa stóðu fyrir í febrúar sl. Þar var einnig boðið upp á stutt námskeið um hvernig best væri að standa að móttöku ferðamanna frá Kína.  

Nú er þetta efni orðið aðgengilegt íslenskum fyrirtækjum, sem eru hvött til að kynna sér það og koma upp merkingum o.fl. eftir ábendingum sem þarna koma fram. Ófullnægjandi merkingar leiða til misskilnings sem aftur leiðir til hnökra í þjónustu. Misskilningurinn felst oft í því að aðilar skilja hlutina á mismunandi hátt, og þegar ólíkir menningarheimar og tungumál eiga í hlut, aukast líkur á að það gerist, nema sérstök áhersla sé lögð á að fyrirbyggja það.  

Á vefsvæði Wonderful Copenhagen má finna margvíslegan fróðleik um málefniðþar á meðal er kynningarefni fyrir hótel, verslanir, veitingastaði og afþreyingarfyrirtæki allt frá almennum upplýsingum yfir í uppskriftir að einföldum réttum fyrir kínverskan morgunverð.  

Vonumst við til að þetta efni geri fyrirtækjum í ferðaþjónustu kleyft að veita gestum úr þessum heimshluta enn betri þjónustu.  


Deila