Iceland Naturally auglýsir eftir samstarfsaðilum
Markaðsverkefnið Iceland Naturally auglýsir eftir umsóknum um aðild að verkefninu frá íslenskum fyrirtækjum og hagaðilum með tengingar við Norður–Ameríkumarkað.
Iceland Naturally er markaðs- og kynningarverkefni aðila með hagsmuni á mörkuðum í Norður-Ameríku. Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins í New York stýra verkefninu.
Aðilar að samningnum eru Icelandic Group, Icelandair, Bláa lónið, ISAVIA, Reyka Vodka, Icelandic Glacial Water, Reykjavíkurborg, Íslandsbanki, Landsvirkjun, Íslandsstofa, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið.
Allar nánari upplýsingar um verkefnið veita:
Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York // S: 545 7766 eða hlynur@mfa.is og Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnastjóri Íslandsstofu // S: 511 4000 eða kristjana@islandsstofa.is