Ísland – allt árið og skjáupplýsingakerfi SafeTravel
Ísland – allt árið vinnur með Landsbjörgu að því að miðla upplýsingum um öryggi til ferðamanna allt árið um kring. Upplýsingagjöf til ferðamanna er eitt mikilvægasta tækið í forvörnum, sérstaklega í landi eins og Íslandi þar sem veður breytast hratt og náttúran spilar stærri þátt í ferðalaginu en víða annarsstaðar.
Safetravel vinnur nú að því að settir verði upp skjáir á helstu viðkomustöðum ferðamanna í kringum landið. Það geta verið bensínstöðvar, stærri gististaðir, stærri upplýsingamiðstöðvar, umferðarmiðstöðvum, flugvöllum og víðar. Í gegnum þessa skjái verður hægt að miða upplýsingum um öryggi á viðkomandi svæði til ferðamanna. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki á næstu misserum
Vefsíðan Safetravel.is er stór þáttur í upplýsingagjöf. Þar eru birtar viðvaranir þegar á þarf að halda, mest hafa þær verið sjö sama daginn en að meðaltali ein á dag allan ársins hring. Einnig er dreift bæklingum, póstkortum og öðru efni sem vísar á safetravel.is.