Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
31. október 2016

Ísland í forgrunni á ferðamálakynningu í Helsinki

Ísland í forgrunni á ferðamálakynningu í Helsinki
Dagana 28. - 29. október sl. fór fram í Helsinki ferðamálakynning með sérstaka áherslu á lúxus áfangastaði.

Dagana 28. - 29. október sl. fór fram í Helsinki ferðamálakynning með sérstaka áherslu á lúxus áfangastaði. Ísland var með sér sýningarsvæði á staðnum þar gestir fengu að kynnast íslenskri náttúru, útflutningsvörum og sælkeramat. Á svæði Íslands voru samankomnir fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem kynntu vörur sínar, auk þess sem matreiðslumeistarar elduðu rétti úr íslensku gæðahráefni. 

Aðkoma Íslands var samstarfsverkefni sendiráðs Íslands í Helsinki, Meet in Reykjavík, Icelandair og Íslandsstofu.


Friðrik Sigurðsson bryti utanríkisráðuneytisins og Þormóður Guðbjartsson frá Icelandair hotels.
 

Arna Lísbet Þorgeirsdóttir viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Helsinki. 

Deila