Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. október 2015

Ísland í sviðsljósinu í Madrid

Ísland í sviðsljósinu í Madrid
Þann 24. september sl. fór fram ráðstefna í Madrid sem bar heitið Ísland sem markaður – Ísland sem áfangastaður.

Þann 24. september sl. fór fram ráðstefna í Madrid sem bar heitið Ísland sem markaður – Ísland sem áfangastaður. Ráðstefnan var haldin af sendiráði Íslands í París og ICEX (España Exportación e Inversiones). ICEX er stofnun sem starfar á vegum spænska fjármálaráðuneytisins með það að markmiði að aðstoða spænsk fyrirtæki sem stefna á útflutning eða fjárfestingar á erlendum mörkuðum og svipar því að mörgu leyti til starfsemi Íslandsstofu. 

Auk Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra héldu tveir starfsmenn Íslandsstofu erindi á ráðstefnunni, þau Þórður H. Hilmarsson forstöðumaður fjárfestingarsviðs og Sigríður Ragnarsdóttir verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina. Þórður kynnti möguleika á Íslandi í tengslum við fjárfestingu á sviði ferðaþjónustu og Sigríður sagði frá Íslandi sem ferðaáfangastað. Antonio Nieto, yfirmaður Instituto de Turismo de España hélt erindi fyrir hönd ICEX um þróun spænskrar ferðaþjónustu á síðustu áratugum fram til dagsins í dag. Fundarstjóri á fundinum var Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París. 

Spánverjar búa yfir gríðarlega mikilli reynslu á sviði ferðaþjónustu og er landið einn vinsælasti ferðaáfangastaðurinn á heimsvísu, eins og þekkt er. Íslendingar geta því lært mikið af Spánverjum hvað varðar framtíðarstefnu­mörkun íslenskrar ferðaþjónustu og fjárfestingar í greininni.
Ráðstefnan var vel sótt bæði af aðilum úr fjármála- og fjárfestingargeiranum og af ferðaþjónustuaðilum og er ljóst að áhugi á Íslandi er mikill meðal þessara aðila.

Deila