Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. október 2011

Ísland með sýningarbás á Routes World ráðstefnunni

Dagana 2.-4. október sóttu fulltrúar Isavia, ásamt fulltrúum Íslandsstofu og Markaðsstofu Norðurlands, Routes World ráðstefnu sem þetta árið var haldin í Berlín.

Á Routes World hittast forsvarsmenn flugvalla, flugfélaga og ferðamálayfirvalda alls staðar að úr heiminum fyrst og fremst til að ræða möguleika á nýjum flugleiðum auk þess að fara yfir árangur á núverandi flugleiðum. Þátttakendur á Rotues World í ár voru um þrjú þúsund talsins og var ráðstefnan haldin í Messe Berlín.
Fulltrúar Isavia hafa sótt þessa ráðstefnu undanfarin ár Ísland var með sýningarbás á ráðstefnunni en í fyrsta sinn í ár. Sýningarbásinn var settur upp í samstarfi við Íslandsstofu og vakti mikla athygli ráðstefnugesta en þar var boðið uppá léttar veitingar frá Íslandi.

Óhætt er að segja að mikill áhugi hafi verið á því sem er að gerast á Íslandi þegar litið er til aukins straums erlendra ferðamanna til landsins en fyrstu 9 mánuði ársins er 20% aukning í fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll í samanburði við sama tíma 2010. Samkvæmt talningu Ferðamálstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa 458.060 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða jafnmargir og allt árið 2010. Aukningin fyrstu 9 mánuði ársins samanborið við sama tímabil 2010 er 18,9%.

Deila