Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. október 2019

Ísland tekur þátt í ferðasýningu á Rimini

Ísland tekur þátt í ferðasýningu á Rimini
Íslandsstofa tók þátt í ferðasýningunni TTG Rimini á Ítalíu ásamt fulltrúum átta fyrirtækja í ferðaþjónustu dagana 9.- 11. október sl.

Fyrirtækin sem voru samankomin fyrir Íslands hönd á sýningunni voru Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Island Tours, Prime Tours, Snæland Travel og Terra Nova.

TTG Rimini er stærsta ferðasýningin á Ítalíu og er eingöngu ætluð fagfólki í ferðaþjónustu (B2B). Þátttaka í sýningunni er því kjörið tækifæri til að hitta ítalska ferðaþjónustuaðila og aðra sem selja Íslandsferðir.

Töluverð aukning hefur orðið í fjölda ferðamanna frá Ítalíu til Íslands undanfarin ár og er Ítalía nú meðal tíu stærstu markaða Íslands. Þá er einnig gaman að segja frá því að Ítalir ferðast til landsins allt árið um kring en rúmlega 50% þeirra koma utan háannartíma. Sjá nánar í greiningu um ítalska ferðamarkaðinn.

Ísland tók að þessu sinni þátt á sameiginlegum bás Norðurlandanna með Finnlandi og Noregi en norrænt samstarf í ferðaþjónustu hefur vaxið töluvert á undanförnum árum á mörkuðum í Mið- og Suður Evrópu og gefist vel.


Deila