Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. janúar 2016

Ísland valið áfangastaður ársins 2016 hjá Luxury Travel Guide

Ísland valið áfangastaður ársins 2016 hjá Luxury Travel Guide
Heillandi saga Íslands og einstakt landslag gera landið að einum sérstakasta áfangastað sem ferðamaður getur komist til. Svo segir í upphafi útnefningar Luxury Travel Guide sem valdi Ísland sem áfangastað ársins 2016.

Heillandi saga Íslands og einstakt landslag gera landið að einum sérstakasta áfangastað sem ferðamaður getur komist til. Svo segir í upphafi útnefningar Luxury Travel Guide sem valdi Ísland sem áfangastað ársins 2016 en á hverju ári útnefnir tímaritið fjölda staða á hverju svæði, með einu landi sem aðalútnefningu sem eins og áður segir er Ísland þetta árið.

Slíkar útnefningar eru jafnan mikils virði fyrir áfangastaðinn sem fyrir valinu verður enda fylgir útnefningunni viðamikil umfjöllun á tugum síðna í þykkri útgáfu tímaritsins.

Þá hljóta fleiri verðlaun á Íslandi í kjölfarið. Þar á meðal er ION Hótel valið lúxushótel ársins á Íslandi, Hótel Rangá sem besta Boutique hótelið, Blue Lagoon Clinic Hotel sem besta heilsulindin, Radisson Blu sem besta hótelið fyrir viðskiptaferðamenn, Super Jeep sem besta ferðaþjónustufyrirtækið, Icelandic Taxi Tour sem besta skutluþjónustan, Íslenski hesturinn sem besta sérhæfða ferðaþjónustufyrirtækið í ævintýraferðamennsku, auk Goecco Eco Adventures sem besta vistvinveitta fyrirtækið.  

Þá má einnig geta þess að annar miðill, Rough Guides, hefur valið Reykjavík efst á lista tíu besta borganna til að heimsækja árið 2016. Ennfremur varð Ísland í fimmta sæti sem „people‘s choice“ hjá Rough Guides.

 

Deila