Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. nóvember 2020

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Leitað er að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir fjölbreytilegt kynningarstarf Íslandsstofu á erlendum vettvangi.

Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. 

Leitað er að hönnuði eða hönnunarteymi sem getur þróað hönnunarkerfi, í samstarfi við starfsmenn Íslandsstofu, sem hægt er að nota í fjölbreytilegu kynningarstarfi, á sýningarsvæðum og rýmum af ólíkum stærðum, fyrir ólíkar atvinnugreinar. Hönnunarkerfið þarf að geta staðið án myndefnis, skapa áferð og dýpt á sýningarsvæðum og dregið gesti inn á svæðið. 

Hughrifin sem sýningarbásar Íslandsstofu eiga að kalla fram hjá gestum sýningar eru:

- Að gestir skynji að um sé að ræða landkynningu en ekki einstaks fyrirtækis.
- Að gestir átti sig strax á að básinn sé á vegum Íslands.
- Að gestir sjái skýrt hvað það er sem básinn er að kynna (vörur, áfangastaður o.s.frv.)
- Básinn þarf að vera einfaldur, áhugaverður og aðlaðandi.

    Markmið verkefnisins er að skapa heildræna umgjörð utan um framsetningu sýningarsvæða Íslandsstofu, þvert á áherslur Íslandsstofu í erlendu markaðs- og kynningarstarfi eins og þær eru settar fram í stefnumótun fyrir íslenskar útflutningsgreinar. Þá er einnig mikilvægt að hönnunin sé í samræmi við, og fari vel með, vörumerkjakerfi íslenskra útflutningsgreina. 

    Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands

    Umsóknir skal senda á netfangið info@honnunarmidstod.is fyrir lok dags mánudaginn 7. desember 2020, merkt ÍSL+heiti teymis/hönnuðar.


    Deila