Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. júní 2016

Íslandsstofa skipuleggur ráðstefnu í Georgíu

Íslandsstofa skipuleggur ráðstefnu í Georgíu
Íslandsstofa skipulagði ráðstefnu og fleiri viðburði í borginni Tbilisi í Georgíu, í tilefni opinberrar heimsóknar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra til landsins 6. og 7. júní sl.

Íslandsstofa skipulagði ráðstefnu og fleiri viðburði í borginni Tbilisi í Georgíu, í tilefni opinberrar heimsóknar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra til landsins 6. og 7. júní sl. 

Á ráðstefnunni var fjallað um sjálfbæra orkunýtingu Íslands og möguleika á frekara samstarfi við Georgíu á þessu sviði. Ráðherra ávarpaði ráðstefnugesti og átta sérfræðingar frá bæði Íslandi og Georgíu fluttu erindi um þróun á nýtingu endurnýjanlegrar orku, samstarfsmöguleika og fjármögnun. Glærur allra ræðumanna er hægt að nálgast HÉR.

Þá opnaði ráðherra nýja skrifstofu Landsvirkjunar Power og Verkís í Tbilisi, en fyrirtækin hafa unnið saman að vatnsaflsverkefnum í Georgíu um nokkurra ára skeið. Einnig var skipulögð heimsókn ráðherra á skrifstofu íslenska fyrirtækisins Creditinfo í Tbilisi, en fyrirtækið er með starfsemi í yfir 20 löndum.

Auk þeirra viðburða sem ráðherra tók þátt í skipulagði Íslandsstofa, í samvinnu við Georgian Chamber of Commerce, viðskiptafundi fyrir fyrirtækin HB Granda og Loftleiði, en mikill áhugi er meðal Georgíumanna á viðskiptum við Evrópulönd. Að endingu kynnti fulltrúi Íslandsstofu Ísland sem áfangastað ferðamanna fyrir áhugasömum starfsmönnum ferðaskrifstofa á staðnum.

Deila