Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. apríl 2019

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið og Austur Evrópu

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið og Austur Evrópu
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í ferðaþjónustu í Austurríki, Tékklandi og Póllandi dagana 2.-5. apríl sl.

Voru vinnustofurnar haldnar í Vínarborg, Prag og Varsjá. Komu íslensku fyrirtækjanna var tekið fagnandi í öllum borgunum þremur og var mikið spurt um íslenska ferðaþjónustu. Áfangastaðurinn Ísland var sem endranær kynntur undir merkjum ábyrgrar ferðaþjónustu og sem heils árs áfangastaður. Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í vinnustofunum: Arctic Adventures, Elding Adventures at Sea, GJ Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Íslandshótel, Katla DMI, Prime Tours, Reykjavík Excursions, Skólabrú, Snæland Travel og Special Tours.

Á vinnustofunum var gerður góður rómur að nálgun Íslandsstofu í markaðssetningu undir merkjum Inspired by Iceland og hvernig ábyrg ferðaþjónusta er sett í forgrunn í öllu kynningarefni. Einnig vakti athygli hvernig íslenska tungumálið hefur verið notað í A-Ö vegferð Inspired by Iceland.


Deila