Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. febrúar 2017

Íslensk fyrirtæki kynna tæknilausnir á BETT sýningunni í London

Íslensk fyrirtæki kynna tæknilausnir á BETT sýningunni í London
Íslandsstofa kom að þátttöku þriggja íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT sem fram fór í London dagana 25.-28. janúar sl. en sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar.

Íslandsstofa kom að þátttöku þriggja íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT sem fram fór í London dagana 25.-28. janúar sl. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar og er þar m.a. verið að kynna nýjar hugmyndir, aðferðir og tækni sem hægt er að nýta við kennslu. 

Fulltrúar íslensku fyrirtækjanna, InfoMentor, Mussila og Studia, voru ánægðir með þá athygli sem tæknilausnir þeirra fengu á meðan sýningin stóð yfir. Þetta er annað árið í röð sem þau eru saman á bás á sýningunni.

BETT er haldin árlega en hana sækja að jafnaði um 35.000 gestir frá 128 löndum, þar af er stór hluti úr röðum kennara og skólastjórnenda.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.
 

Deila