Íslenskt hugvit kynnt í St. Pétursborg
Íslensk sjávarútvegstækni var kynnt á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia 2019 sem fram fór í St. Pétursborg dagana 10. - 12. júlí sl. Alls tóku 12 íslensk sjávarútvegstæknifyrirtæki þar þátt, með á fjórða tug fulltrúa. Kynntu þau þar vörur sínar, þjónustu og hugvit við góðan orðstír undir merkjum SeaTech Solutions - Inspired by Iceland.
Eftirtalin fyrirtæki skipuðu bás Íslands á sýningunni; Curio, Frost, Héðinn, Knarr, Lavango, Skaginn 3X, Skipasýn og Valka. Auk þess voru með sér bása; Marel, Hampiðjan, Kapp og Sæplast. Íslenski hópurinn tók jafnframt þátt í ráðstefnuhluta sýningarinnar þar sem fyrirtækin kynntu sig frekar auk þess þess sem sem sendiherra Íslands í Rússlandi, Berglind Ásgeirsdóttir, hélt tölu og átti sæti í panel.
Þetta er annað árið í röð sem skipulögð er þátttaka íslenskrar sendinefndar til St. Pétursborgar í þessum erindagjörðum og hefur vel þótt takast til. Mikil endurnýjun á sér nú stað í rússneskum sjávarútvegi, bæði hvað varðar flota sem og vinnslustöðvar, og því töluverð tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á sviði sjávarútvegstækni á þessu svæði.
Um var að ræða samstarfssverkefni Íslandsstofu og sendiráðs Íslands í Moskvu.