Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði farin af stað
Nú er hafin markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði þar sem níu þátttakendur frá átta fyrirtækjum taka þátt. Um er að ræða þrjár vinnustofur þar sem farið er yfir ýmist hagnýt atriði sem nýtast í markasstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur. Á þessari fyrstu vinnustofu voru viðfangsefnin annars vegar söluskilaboð og markaðssetning og hins vegar menningarlæsi og samningatækni. Fyrirlesarar voru Gunnar Thorberg Sigurðsson frá Kapli markaðsráðgjöf og Guðjón Svansson frá Intercultural Communication. Næstu vinnustofur verða í febrúar og mars og síðan er ráðgert að hópurinn haldi í markaðsheimsókn til Noregs í vor. Fyrirtækin sem þátt taka eru: Almenna verkfræðistofan, Arkís arkitektar, Batteríið arkitektar, Efla, ÍAV, Mannvit, Verkís og VSÓ ráðgjöf.
Nánari upplýsingar veitar Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is