Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. október 2020

Markaðssetning ferðaþjónustu nú og eftir Covid

Markaðssetning ferðaþjónustu nú og eftir Covid
Hvaða áherslur í markaðssetningu viljum við setja þegar ferðalög hefjast á ný eftir Covid-19?

Íslandsstofa stendur fyrir rafrænum fundi og vinnustofu þar sem fjallað verður um markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað, annarsvegar á tímum ferðatakmarkana sökum Covid-19, og hinsvegar eftir Covid þegar ferðalög hefjast á ný. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 28. október kl. 14-16 og fer fram á fjarfundaforritinu Zoom

DAGSKRÁ: 

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu ræðir stöðuna í ferðaþjónustu og aðgerðir undanfarið.

Lenny Stern, meðeigandi hjá M&C Saatchi, ræðir hvernig er hægt að tala við ferðamenn á Covid tímum, auk þess að fara yfir stefnumótun fyrir næsta áfanga í markaðsherferðinni Looks like you need Iceland.

Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu, stýrir vinnustofu þar sem rætt verður hvaða áherslur við viljum leggja þegar ferðalög hefjast á ný eftir Covid-19.

Smelltu hér til að taka þátt í fundinum (Zoom)


Deila