Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
14. janúar 2016

Matvælakynning í Danmörku 7.- 8. apríl

Matvælakynning í Danmörku 7.- 8. apríl
Sendiráð Íslands í Danmörku, Dansk-íslenska viðskiptaráðið, Nordatlantisk Hus og Restaurant Nordatlanten í Óðinsvéum skipuleggja kynningu á íslenskum matvælum, í samstarfi við Íslandsstofu. Kynningin fer fram dagana 7. og 8. apríl nk.

Sendiráð Íslands í Danmörku, Dansk-íslenska viðskiptaráðið, Nordatlantisk Hus og Restaurant Nordatlanten í Óðinsvéum skipuleggja kynningu á íslenskum matvælum, í samstarfi við Íslandsstofu. Kynningin fer fram dagana 7. og 8. apríl nk. í Nordatlantisk hus.

Markmiðið er að kynna íslenskar mat- og drykkjarvörur fyrir aðilum frá dönskum veitingahúsum, heildsölum og matvöruverslunum, sem leggja mikla áherslu á gæði og sérstöðu, og greiða þannig leið þeirra inn á danskan markað.

Norræna eldhúsið hefur náð gríðarlegum vinsældum í Danmörku og hefur skapast mikil eftirspurn eftir hágæðavörum. Árið 2012 var haldin sambærileg kynning í Kaupmannahöfn sem skilaði góðum árangri.

Þátttaka í kynningunni er kjörið tækifæri fyrir matvælafyrirtæki sem vilja komast í tengsl við danska kaupendur og hefja eða auka útflutning til Danmerkur. Hún mun standa yfir í tvo daga, en samhliða verður boðið upp á íslenska menningardagskrá í hinu glæsilega menningarhúsi Nordatlantisk hus. Í húsinu er veitingastaðurinn Restaurant Nordatlanten en þar verður einnig lögð sérstök áhersla á íslenskt hráefni.

Áhugasamir um þátttöku í matvælakynningunni eru beðnir að hafa samband fyrir 5. febrúar nk. við einhverja af neðantöldum:

•Ragnhildi Arnórsdóttur, viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, rea@mfa.is
•Kristínu Hjálmtýsdóttur, forstöðumann alþjóðasviðs hjá Viðskiptaráði Íslands, kristin@chamber.is
•Áslaugu Guðjónsdóttur, verkefnastjóra hjá matvælasviði Íslandsstofu, aslaug@islandsstofa.is

Deila