Mikil aðsókn að Íslensku sjávarútvegssýningunni
Íslandsstofa var með bás á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Fífunni í Kópavogi, en sýningunni lauk á laugardag. Mjög góð aðsókn var á sýninguna í ár en hana sóttu á fjórtánda þúsund manns, þar af 500 sýnendur frá 32 löndum. Fulltrúar frá Íslandsstofu stóðu vaktina á básnum þar sem þeir kynntu ábyrgar fiskveiðar fyrir gestum og gangandi sem og þá þjónustu sem Íslandsstofa hefur upp á að bjóða við íslenskan sjávarútveg.
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent samhliða sýningunni en meðal verðlaunahafa voru Marel, Valka og HB Grandi.