Mikill áhugi á Íslandi á Top Resa í París
Íslandsstofa skipulagði þátttöku á IFTM Top Resa ferðakaupstefnunni sem haldin var í París í 37. sinn dagana 29. september til 2. október sl. Átta íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt á þjóðarbás Íslands.
Kaupstefnan er ætluð fagaðilum í ferðaþjónustu og fer sífellt stækkandi en í ár heimsóttu hana um 32 þúsund gestir. Greina mátti mikinn áhuga á Íslandi og var stöðugur straumur á Íslandsbásinn alla fimm dagana.
Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru Arctic Adventures, Gray Line Iceland, Íslenskir Fjallaleiðsögumenn, Kynnisferðir, Snæland Travel, Soleil de Minuit, Terra Nova Iceland og WOW air.