Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. janúar 2017

Norðurljós og saltfiskur á FITUR 2017

Norðurljós og saltfiskur á FITUR 2017
Alls tóku níu fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt á bás Íslandsstofu á FITUR ferðasýningunni í Madrid dagana 18.-22. janúar sl.

Alls tóku níu fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt á bás Íslandsstofu á FITUR ferðasýningunni í Madrid dagana 18.-22. janúar sl. Það voru fyrirtækin Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Island Tour Spain, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Terra Nova Iceland og WOW Air. 

Mikil aðsókn var að Íslandsbásinum alla sýningardagana og ljóst að Ísland sem ferðaáfangastaður er í mikilli sókn meðal spænskra ferðalanga. Sem fyrr eru það Norðurljósin sem heilla íbúa Íberíuskagans og okkar ljúffengi Norður Atlantshafsþorskur. Gestir Íslandsbássins nutu vel þegar boðið var upp á íslenskan sælkerasaltfisk „Bacalao de Islandia“ að hætti spænska matreiðslumeistarans Juan Leiro.

Deila