Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. mars 2017

Norræn vinnustofa í Mílanó

Norræn vinnustofa í Mílanó
Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark, Visit Finland og Visit Sweden stóð fyrir norrænni vinnustofu í Mílanó 23. mars sl.

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark, Visit Finland og Visit Sweden stóð fyrir norrænni vinnustofu í Mílanó 23. mars sl. Vinnustofan var haldin í tengslum við svonefnda „Be Nordic“ daga í Mílanó þar sem Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir og norrænn lífstíll voru kynnt.

Vinnustofan var mjög vel sótt en yfir 100 ítalskir ferðaheildsalar komu til að kynna sér Norðurlöndin sem ferðaáfangastaði og leita nýrra viðskiptatækifæra. Íslandsstofa tók í fyrsta sinn þátt í „Be Nordic“ vinnustofunni og fengu íslensku fyrirtækin á staðnum góðar viðtökur.

Eftirfarandi fyrirtæki tóku þátt í vinnustofunni af Íslands hálfu: Arctic Adventures, Elding Adventures at Sea, Hótel Húsafell, Icelandair, Icelandair Hotels og Iceland Travel.

Deila