Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. febrúar 2012

Ný heimildarmynd um heimboð Íslendinga frumsýnd á Huffington Post

Íslander er ný stutt heimildarmynd sem fjallar um heimboð Íslendinga haustið 2011 í tengslum við markaðsátakið Inspired by Iceland.

Fjölmargir Íslendingar tóku þátt í verkefninu með því að bjóða erlendum ferðamönnum að sækja sig heim, eða taka þátt í daglegu lífi Íslendinga með öðrum hætti. Þeirra á meðal voru Jón Gnarr Borgarstjóri Reykjavíkur og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, auk forsetahjónanna sem buðu upp á pönnukökur á Bessastöðum.

Í myndinni er fylgst með samskiptum Íslendinga og erlendra gesta þeirra á þessum einstöku stefnumótum. Þar má sjá ferðamenn í hlaupatúr með Hlaupasamtökum lýðveldisins, þiggja kennslu í prjónaskap, borða sushi með borgarstjóranum og ljósmyndaferð á Vatnajökul svo eitthvað sé nefnt.

Myndbandið má nálgast neðst á síðunni.

Leikstjóri myndarinnar er breski kvikmyndagerðarmaðurinn Rubert Murray, en myndir hans Unknown White Make og The End of the Line hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna, s.s. á Sundance Jury Prize, BAFTA, Grierson Awards, Director‘s Guild of America, og British Independent Film Awards.

Tekist hefur samningur við netrisann AOL um drefingu myndarinnar, en hún verður frumsýnd á vef vefmiðlum Huffington Post, en daglega lesa en samhliða sýningu myndarinnar mun Huffington Post setja upp sérstaka Íslandssíðu, sem helguð verður kynningu á landi og þjóð. Ísland verður jafnframt áberandi á öðrum miðlum í netverki AOL, líkt og MyDaily, AOL Travel og GoViral. Inspired by Iceland er fyrsta herferðin til þess að gera samning um fjölþætta birtingu með þessum hætti við AOL en tæplega 70 milljónir manna heimsækja vefi Huffington Post á heimsvísu í hverjum mánuði.

„Insprired by Iceland er spennandi herferð til að vinna með fyrir AOL,“ segir Noel Pencer, aðstoðarforstjóri alþjóðasviðs AOL Huffington Post. „Hún hefur tök á að nýta sér þær fjölþættu lausnir og möguleika sem við höfum upp á að bjóða.
„Við erum mjög stolt af þessari mynd,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu sem sér um framkvæmd herferðarinnar. „Myndin fangar vel hversu einstök upplifun heimboðin voru fyrir erlenda gesti. Við erum líka mjög spennt fyrir því að fara í samstarf með AOL. Þetta er vettvangur sem tryggir okkur mikla dreifingu og skapar athygli fyrir Ísland sem áhugaverðan áfangastað ferðamanna.“

Upphaf vorátaks
Framundan er vorátak Inspired by Iceland. Herferðin mun áfram vinna með heimboð, en að þessu sinni með breyttum áherslum. 5. mars verður átakinu formlega ýtt úr vör með farandeldhúsi sem ferðast um landið ásamt gestgjafa sem býður erlendum ferðamönnum að bragða á veislumat úr íslenskum hráefnum á vinsælum áfangastöðum um landið. Samhliða því munum við hvetja Íslendinga til að bjóða erlendum gestum heim í eldhús til að njóta íslenskrar gestrisni.
Vorátakið verðu kynnt fjölmiðlum nánar innan tíðar.

Um Ísland allt árið
Ákveðið var í byrjun árs 2011 að efna til samstarfs opinberra aðila, einkaaðila og sveitarstjórna til þriggja ára undir verkefnisheitinu „Ísland – Allt árið.“ Ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til þess að leggja fjármagn í verkefnið upp á allt að 300 milljónum króna á ári, gegn sambærilegu mótframlagi frá einkaaðilum. Verkefnið er rekið undir vörumerkinu Inspired by Iceland.

Tilgangur verkefnisins er að jafna árstíðarsveiflu í komu ferðamanna og skapa þannig ný störf og auka arðsemi af greininni. Verkefnið mun byggja á þeirri fjárfestingu sem lögð hefur verið í markaðsátakið Inspired by Iceland og áfram verður unnið með það vörumerki. Það beinist fyrst og fremst að því að auglýsa og kynna Ísland sem áfangastað allt árið, en um leið verður leitast við að virkja almenning á Íslandi til þátttöku í verkefninu.

Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins, sem er undir stjórn iðnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Icelandair, Reykjavíkurborgar, Samtaka ferðaþjónustunnar, Iceland Express, ISAVIA, Samtaka verslunar og þjónustu og Landsbankans. Rúmlega 130 fyrirtæki eru þátttakendur í verkefninu.

Frekari upplýsingar veita:
Guðrún Birna Jörgensen, verkefnisstjóri, gudrunbirna@islandsstofa.is eða í síma 898-8749 og
Inga Hlín Pálsdóttir, sviðsstjóri markaðssóknar, inga@islandsstofa.is eða í síma 824-4375.

Kynningarmyndbandið:

 

Deila