Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
23. október 2017

Ný vegferð í markaðssetningu Íslands hlýtur góðar viðtökur í Suður-Evrópu

Ný vegferð í markaðssetningu Íslands hlýtur góðar viðtökur í Suður-Evrópu
Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 16.-19. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Torínó og Mílanó.

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 16.-19. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Torínó og Mílanó.

Vinnustofurnar voru vel sóttar og kom mikill fjöldi spænskra og ítalskra ferðaþjónustufyrirtækja á vinnustofurnar og ljóst er að áhuginn á Íslandi sem ferðaáfangastað eykst stöðugt í Suður Evrópu. Nýjum áfanga, „Ísland frá A-Ö“, í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland var vel tekið í öllum fjórum borgunum. Íslenska stafrófið og allir sjö lands­hlutarnir eru í öndvegi í þessari nýju vegferð og þótti gestum vinnustofanna þessi nálgun vera bæði frumleg og skondin.

Af Íslands hálfu tóku ellefu fyrirtæki þátt í vinnustofunum: Boreal Travel, Elding Adventures at Sea, Gray Line Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Mountaineers of Iceland, Reykjavík Excursions, Special Tours, Terra Nova Iceland og WOW Air. 

Deila