Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
10. september 2014

Peter Greenberg á Vestnorden kaupstefnunni

Peter Greenberg á Vestnorden kaupstefnunni
Dagana 30. september – 1. október verður ferðakaupstefnan Vestnorden haldin í Laugardalshöll. Vestnorden er árlegt samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja, en það er NATA (The North Atlantic Tourism Association) sem er ábyrgðaraðili að ferðakaupstefnunni.

Dagana 30. september – 1. október verður ferðakaupstefnan Vestnorden haldin í Laugardalshöll. Vestnorden er árlegt samstarfsverkefni Íslands, Grænlands og Færeyja, en það er NATA (The North Atlantic Tourism Association) sem er ábyrgðaraðili að ferðakaupstefnunni. Þetta í 29. skipti sem ferðakaupstefnan fer fram og er hún haldin annað hvert ár á Íslandi.  Á ferðakaupstefnunni verða samankomin öll helstu ferðaþjónustufyrirtæki á landinu til að kynna vöruframboð sitt fyrir erlendum ferðaheildsölum sem sækja kaupstefnuna.  Mikil þátttaka er á ferðakaupstefnunni í ár en yfir 600 aðilar munu sækja hana.  Á ferðakaupstefnunni er einnig haldnar sér kynningar þann 30. september þar sem fulltrúar frá Íslandsstofu, Visit Faroe Islands og Visit Greenland kynna áherslur í markaðssetningu hvers lands fyrir sig.  

Aðalfyrirlesari ferðakaupstefnunnar er Peter Greenberg en hann er einn virtasti ferðablaðamaður samtímans.  Hann hefur meðal annars unnið til Emmy verðlauna fyrir ferðaþætti sína.  Greenberg er ritstjóri ferðaumfjöllunar á fréttastofu CBS og kemur iðulega fram í bæði morgunþáttum og kvöldfréttum CBS.  Auk þess hefur Greenberg framleitt fjölda sérþátta um ferðalög og ferðamennsku, meðal annars þættina The Royal Tour, þar sem hann ferðast með þjóðhöfðingjum um land þeirra. Þá hefur hann skrifað hina vinsælu Travel Detective bókaröð sem hafa náð á metsölulista New York Times, ásamt því að stjórna útvarpsþættinum Peter Greenberg Worldwide, sem útvarpað er vikulega frá nýjum stað um gjörvöll Bandaríkin, en Peter Greenberg mun senda út einn af sínum vikulegum útvarpsþáttum frá Íslandi 29. september þar sem hann mun ræða við þjóðþekkta Íslendinga um land og þjóð.
Peter Greenberg kemur til landsins í boði Isavia.

 

Deila