Portland sigrar fyrir Íslands hönd í hönnun á sjálfbærum stólum
Nú er seinni hluta keppninnar lokið en dómnefnd hefur valið einn stól frá hverju Norðurlandi sem sigurvegara og fulltrúa sinnar þjóðar á sýningu um sjálfbærni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember.
Sá stóll sem bar sigur úr býtum frá Íslandi er Kollhrif, stóll Portland, hannaður af Sölva Kristjánssyni.
Úr umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að kollurinn sé í senn bæði nýsköpun og umhverfisvænn og sé gott dæmi um sjálfbæra hönnun. Kollurinn er úr 14.400 endurunnum ál sprittkertum og korki sem eru bæði mjög umhverfisvæn efni. Hönnun kollsins snýr ekki aðeins að útliti hans heldur tekur hún einnig mið af umhverfisáhrifum, endurvinnslu möguleikum og margnota gildi hans.
Nánari upplýsingar á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands