Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. ágúst 2016

Rannsókn á útflutningskostnaði íslenskra fyrirtækja - býrð þú yfir reynslusögu?

Rannsókn á útflutningskostnaði íslenskra fyrirtækja - býrð þú yfir reynslusögu?
Íslandsstofa vinnur nú að rannsókn sem felst í að kanna hversu háum fjárhæðum útflytjendur tapa árlega vegna vanefnda og/eða svika erlendra kaupenda annarsvegar og birgja hinsvegar. Í framhaldinu er ætlunin að leggja fram tillögu að réttu verklagi (e. best practice) út frá reynslusögum fyrirtækja í hinum ýmsu starfsgreinum.

Íslandsstofa vinnur nú að rannsókn sem felst í að kanna hversu háum fjárhæðum útflytjendur tapa árlega vegna vanefnda og/eða svika erlendra kaupenda annarsvegar og birgja hinsvegar. Í framhaldinu er ætlunin að leggja fram tillögu að réttu verklagi (e. best practice) út frá reynslusögum fyrirtækja í hinum ýmsu starfsgreinum. Er það gert til að lágmarka eða koma í veg fyrir að útflytjendur verði fyrir slíku tapi.
Þá er einnig ætlunin að skoða hversu háum fjárhæðum útflytjendur þurfa að verja árlega í banka- og millifærslukostnað innanlands og erlendis vegna útflutnings og finna verklag til að lækka þann kostnað. 
 
Rannsóknin felst í að á næstu mánuðum verða tekin viðtöl við fyrirtæki í útflutningi til að safna reynslusögum og verður síðan unnið úr þeim gögnum og greindar aðferðir til að lækka óþarfa kostnað tengdan útflutningi. Skýrslan verður að því loknu kynnt þeim aðilum sem að verkefninu koma og verður hún gerð aðgengileg á vefnum. 

Býrð þú yfir reynslusögu?
 
Við hvetjum fyrirtæki til að láta vita ef þau búa yfir reynslusögum sem geta nýst við rannsóknina á netfang Sunnu Bjargar Gunnarsdóttur verkefnisstjóra, sunnab@islandsstofa.is og hún mun hafa samband. Ráðgjafar verkefnisins eru þeir Andri Marteinsson, forstöðumaður á sviði iðnaðar og þjónustu og Ingólfur Sveinsson, fjármálastjóri.

Deila