Saltfiskvikan farin af stað - stendur til 15. september
Í Salt Eldhúsi sýndu gestakokkarnir þrír og fulltrúar íslenska kokkalandsliðsins, listir sínar og matreiddu nokkrar útgáfur saltfiskrétta, hver með sínu sniði. Á meðal gesta voru frú Eliza Reid forsetafrú og verndari íslenska kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra auk annarra góðra gesta.
Alls taka 13 veitingastaðir um land allt þátt í vikunni, sem stendur til 15. september, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðli. Þeir eru:
- Bacalao bar, Hauganesi
- Báran, Þórshöfn
- Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum
- Höfnin, Reykjavík
- Hótel Selfoss, Selfossi
- Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík
- Kaffivagninn, Reykjavík
- Krauma, Reykholti
- Matur og drykkur, Reykjavík
- Rub 23, Akureyri
- Salthúsið, Grindavík
- Tapasbarinn, Reykjavík
- Von Mathús, Hafnarfirði
Er fólk hvatt til nýta tækifærið meðan á vikunni stendur og gera sér ferð og fá sér saltfisk.
Ekki má heldur gleyma myllumerkinu #saltfiskvika á Instagram, að skrásetja saltfisk-diskinn þar. Dregið verður úr merktum myndum þar sem í vinning er ferð til Barcelona.
Allar frekari upplýsingar má nálgast á www.saltfiskvika.is
Með fylgja nokkrar myndir úr Salt Eldhúsi.
Saltfiskvikan er samstarfsverkefni Matís, Íslandsstofu, íslenska kokkalandsliðsins og Saltfiskframleiðenda.