Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
21. desember 2015

Samningur Íslandsstofu við ANR endurnýjaður

Samningur Íslandsstofu við ANR endurnýjaður
Í dag endurnýjaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning ráðuneytisins við Íslandsstofu um kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála til næstu 3ja ára og gildir hann því út árið 2018.
Í dag endurnýjaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning ráðuneytisins við Íslandsstofu um kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála til næstu 3ja ára og gildir hann því út árið 2018.  
 
Tilgangur samningsins er að skapa samstarfsvettvang fyrir íslenska ferðaþjónustu sem stuðlar að samræmdu kynningar- og markaðsstarfi erlendis. Starfið skal miða að því að ferðaþjónustan verði arðsöm og sjálfbær atvinnugrein til framtíðar sem skilar þjóðarbúinu traustum gjaldeyristekjum sem efla hagvöxt, atvinnusköpun, byggðaþróun og þar með hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
 
Samningurinn styður við markmið nýs Vegvísis í ferðaþjónustu sem útgefinn var í október 2015 um jákvæða upplifun ferðamanna, aukna arðsemi, aukna dreifingu ferðamanna og jákvæð viðhorf til greinarinnar.
 
Íslandsstofa annast framkvæmd samningsins sem felst m.a. í því að vinna að mörkun Íslands sem áfangastaðar, kynna Ísland erlendis gagnvart skilgreindum markhópum með viðeigandi markaðsstarfi, vera vettvangur fyrir ferðaþjónustuna í markaðssókn á erlendum mörkuðum, byggja upp alþjóðleg tengsl og efla ímynd Íslands á erlendri grund í samstarfi við aðrar atvinnugreinar.
 
Tilgangur samningsins er að skapa samstarfsvettvang fyrir íslenska ferðaþjónustu sem stuðlar að samræmdu kynningar- og markaðsstarfi erlendis. Starfið skal miða að því að ferðaþjónustan verði arðsöm og sjálfbær atvinnugrein til framtíðar sem skilar þjóðarbúinu traustum gjaldeyristekjum sem efla hagvöxt, atvinnusköpun, byggðaþróun og þar með hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
 
Samningurinn styður við markmið nýs Vegvísis í ferðaþjónustu sem útgefinn var í október 2015 um jákvæða upplifun ferðamanna, aukna arðsemi, aukna dreifingu ferðamanna og jákvæð viðhorf til greinarinnar.
 
Íslandsstofa annast framkvæmd samningsins sem felst m.a. í því að vinna að mörkun Íslands sem áfangastaðar, kynna Ísland erlendis gagnvart skilgreindum markhópum með viðeigandi markaðsstarfi, vera vettvangur fyrir ferðaþjónustuna í markaðssókn á erlendum mörkuðum, byggja upp alþjóðleg tengsl og efla ímynd Íslands á erlendri grund í samstarfi við aðrar atvinnugreinar.

Deila