Samningur um að efla öryggi ferðamanna
Gengið var frá samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Slysavarnarfélagið í vikunni sem gerir félaginu kleift að stórauka kynningu á vefnum Safe Travel sem ætlað er að tryggja öryggi ferðamanna, auk annarrar eflingar á vetrarþjónustu björgunarsveitanna.
Þetta er liður í samstarfsverkefninu Ísland – allt árið sem miðar að því að fjölga erlendum ferðamönnum utan háannar og vinnur að því um þessar mundir að setja upp sérstakt upplýsingakerfi fyrir ferðamenn um ástand á vegum.
Samningurinn kveður á um að ríkið leggi fram tíu milljónir á móti vinnuframlagi Landsbjargar næstu tvö árin.