Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. júní 2014

Sendinefnd matvælafyrirtækja stödd í Kína

Sendinefnd matvælafyrirtækja stödd í Kína
Í tilefni þess að um nk. mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína skipulagði Íslandsstofa í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kína viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda til Peking.

Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tekur gildi 1. júlí nk.

Í tilefni þess að um nk. mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína skipulagði Íslandsstofa í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kína viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda til Peking. Megináhersla er lögð á að koma á framfæri íslenskum sjávarafuðum og kynna ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Sendinefndin nýtur góðs af veru utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar í borginni en hann á fundi með fjölmörgum háttsettum kínverskum aðilum.

Fimmtudaginn 26. júní kynnti sendinefndin sér starfsemi fiskmarkaða og fundaði með forsvarsmönnum þeirra, ásamt því að skoða hvernig staðið er að smásölu á hágæða innfluttri matvöru. Á föstudag er svo haldinn stór kynningarfundur þar sem líklegum kaupendum er kynnt sérstaða íslensks sjávarútvegs og færi gefið á viðskiptafundum. Utanríkisráðherra mun einnig ávarpa fundinn.  Í sendinefndinni eru fulltrúar eftirfarandi fyrirtækja; Icelandic Group, Arctic Fish, G. Ingason, Hafnarnes-VER, Matfugl, Icelandic Water Holding, Life Iceland og IS Seafood.

Nánari upplýsingar veita: Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is, gsm 824 4384 og Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is, gsm 693 3233.

www.islandsstofa.is

Deila