Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
16. maí 2012

Sjávarútvegssýningar í Brussel í 20 ár

Sjávarútvegssýningar í Brussel í 20 ár
Tuttugu ár eru liðin frá því sjávarútvegs-sýningarnar í Brussel, European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe voru settar á laggirnar. Ísland hefur verið með þjóðarbás á sýningunni frá upphafi sem fer stækkandi milli ára en um 30 íslensk fyrirtæki tóku þátt í ár.

Tuttugu ár eru liðin frá því sjávarútvegssýningarnar í Brussel, European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe voru settar á laggirnar. Ísland hefur verið með þjóðarbása á sýningunum frá upphafi sem fara stækkandi milli ára, en um 30 íslensk fyrirtæki tóku þátt í ár.

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti sýningarnar og heilsaði upp á íslensku sýnendurna. Hann var einnig viðstaddur sérstaka móttöku á sýningarbás Íslandsstofu sem skipulögð var í samvinnu við sendiráð Íslands í Brussel en þar mætti fjöldi erlendra og innlendra gesta.

Fyrir Íslendinga er sýningin orðin fastur liður margra aðila í greininni að sækja heim.
Sýningarnar eru jafnan vettvangur alls hins besta og framsæknasta sem sjávarútvegsfyrirtæki heimsins og fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn hafa upp á að bjóða. Í ár tóku rúmlega 1600 sýnendur þátt í ESE-sýningunni og sýnendur á SPE sýningunni, sem er vettvangur véla- og tækjaframleiðenda, voru rúmlega 200 talsins.

Hér að neðan má sjá myndir frá sýningunni

 

 

Deila