Sjávarútvegssýningin í Brussel hafin
Í dag hófst sjávarútvegssýningin í Brussel. Sýningin fór vel af stað en fjöldi fólks var mættur við opnun í morgun.
Íslandsstofa heldur utan um þátttöku íslensku fyrirtækjanna á staðnum og hefur sett upp þjóðarbás á sýningunum European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe. Er þetta í 21. sinn sem íslenskir þjóðarbásar eru skipulagðir á sýningunum.
Sjávarútvegssýningin stendur yfir í þrjá daga og er hún sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Meðal sjávarútvegsfyrirtækja er almennt litið á sýningarnar í Brussel sem þær mikilvægustu innan greinarinnar til að kynna vörur sína og þjónustu. Því er óhætt að segja að flestir lykilmenn í sjávarútvegi í heiminum séu þar samankomnir.