Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
20. apríl 2020

Sókn inn á Bandaríkjamarkað - vinnusmiðja í heilbrigðistækni

Sókn inn á Bandaríkjamarkað - vinnusmiðja í heilbrigðistækni
Íslenskum fyrirtækjum í útrás á sviði stafrænna heilsulausna (Digital Health Tech) eða heilbrigðistækni (MedTech) býðst að taka þátt í stafrænni vinnusmiðju um hraða sókn inn á Bandaríkjamarkað.

Fimm fjárfestingarsjóðir og 80 sjúkrahús í Bandaríkjunum koma að verkefninu.

Vinnustofa 25. maí á streymi

Haldin verður opin vinnustofa  25. maí sem streymt verður frá Bandaríkjunum. Markmið vinnustofunnar er að undirbúa sókn inn á Bandaríkjamarkað og kortleggja nauðsynlegar tengingar.

Nordic Amplify stuðlar að samstarfi norrænna fyrirtækja við bandarísk sjúkrahús og fjárfestingarsjóði

Þau fyrirtæki sem taka þátt í vinnustofunni eru gjaldgengir umsækjendur í vikulanga vinnusmiðju í lok árs 2020 og einnig í 8 vikna hraðal í byrjun ársins 2021.

Væntingar og markmið

Þátttakendur geta reiknað með gagnlegri kynningu og greiningu á tækifærum við sókn inn á bandaríska heilbrigðismarkaðinn. Þau fyrirtæki sem fara alla leið í 8 vikna hraðalinn í janúar 2021 munu þróa verkefni áfram í samstarfi við fyrirtæki á þessu sviði í Bandaríkjunum. Að verkefninu standa fimm sjúkrasamlög en innan þeirra vébanda eru 80 sjúkrahús. Þá taka einnig fimm fjárfestingarsjóðir þátt í verkefninu. Markmiðið er að koma á samstarfi norrænna fyrirtækja við bandaríska fagaðila á sviði heilbrigðismála, svo sem sjúkrahúsa, um þróun og sölu á lausnum.

Skráning og tímasetning

Vinnustofan þann 25. maí kl. 12 á íslenskum tíma verður án endurgjalds og opin öllum. Skráningarfrestur er til 10. maí. Skráning og nánari upplýsingar HÉR.

Að verkefninu standa Íslandsstofa og Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, ásamt Business Sweden, Business Finland og Nordic Innovation.

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni, jarthrudur@islandsstofa.is


Deila