Spennandi starfsnám á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina
Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá júní til loka ágúst og svo 40% starfshlutfall sem hentar vel með námi frá september til desember 2016.
Helstu verkefni og ábyrgð
Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn og vill afla sér reynslu, færi á að kynnast því fjölbreytta starfi sem unnið er í alþjóðlegri markaðssetningu hjá Íslandsstofu.
Hæfniskröfur
- Umsækjandi þarf að vera í BS/BA- eða meistaranámi í grein sem tengist störfum Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina
- Reynsla af fjölmiðlum, almannatengslum eða alþjóðlegri markaðssetningu æskileg
- Góð kunnátta í ensku og íslensku - önnur tungumálakunnátta er æskileg
- Góð þekking á Íslandi
- Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Framúrskarandi námsferill
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið islandsstofa@islandstofa.is
fyrir 19. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir, verkefnisstjóri, ferðaþjónustu og skapandi greina, ragnheidur@islandsstofa.is