Starf verkefnisstjóra laust til umsóknar - Inspired by Iceland
Um er að ræða markaðssetningu til ferðamanna og neytenda á erlendum mörkuðum á sviðinu Áfangastaðurinn undir m.a. merkjum Inspired by Iceland.
Við leitum að drífandi og reynslumiklum einstaklingi með öfluga fagþekkingu og reynslu á sviði markaðsmála, almannatengsla og samskipta við hagsmunaaðila.
Ábyrgð og helstu verkefni:
- Stjórnun markaðsverkefna
- Samskipti við hagsmunaaðila
- Framkvæmd og gerð markaðs- og fjárhagsáætlana
- Yfirsýn og samskipti við auglýsingastofur, almannatengsla- og birtingarfyrirtæki
- Almannatengsl og fjölmiðlaferðir
- Samfélagsmiðlar
- Viðburðastjórnun
- Mælingar á árangri verkefna og framvinduskýrslur
Menntun og hæfni:
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfinu
- Þekking og reynsla af markaðssetningu til neytenda
- Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum
- Reynsla af verkefnisstjórnun og viðburðastjórnun
- Reynsla úr ferðaþjónustu er kostur
- Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði, önnur tungumálakunnátta kostur
- Menningarlæsi, frumkvæði, samskipta og samstarfshæfni, jákvæðni og hugmyndaauðgi
Fyrirspurnum vegna ráðningarinnar svarar Inga Björg Hjaltadóttir mannauðsstóri, inga.bjorg@islandsstofa.is
Umsóknarfrestur er til mánudagsins 25. mars nk.