Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. febrúar 2014

Stockholm Furniture Fair sýningin fer vel af stað

Stockholm Furniture Fair sýningin fer vel af stað
Á. Guðmundsson, Bryndís Bolladóttir og Erla Sólveig Óskarsdóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair sýningunni sem stendur yfir fram á laugardag. Sýningin fór vel af stað og hefur íslensku hönnuninni verið sýndur mikill áhugi.

 

 

 

 

 

 

 

 



Á. Guðmundsson, Bryndís Bolladóttir og Erla Sólveig Óskarsdóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair sýningunni sem stendur yfir fram á laugardag. Fyrirtækin taka þátt í samvinnu við Íslandsstofu.
Sýningin fór vel af stað og hefur íslensku hönnuninni verið sýndur mikill áhugi.

Á. Guðmundsson leggur að þessu sinni áherslu á stóla. Annars vegar er fyrirtækið að kynna skrifstofustóla sem eru hannaðir af Gudrúnu Margréti og Oddgeiri þórðarsyni og hins vegar Spuna og Sprota, stóla sem eru hannaðir af Erlu Sólveigu Óskarsdóttir og hafa fengið verðskuldaða athygli á sýningunni.

Bryndís Bolladóttir kynnir hljóðlausnir en hún hefur sérhæft sig í ýmsum hljóðlausnum á veggi. Kúla er ein af þessum lausnum en hún þjónar þrenns konar tilgangi í senn; fyrir dreifingu og dempun hljóðs og sem veggverk. Þá kynnir Bryndís nýtt ljós á sýningunni sem einnig hefur notagildi hljóðdreifingar. Bryndís notar m.a. íslensku ullina sem nýtist einstaklega vel i hljóðlausnir. Hljóðmengun er víðtækt vandamál og hefur hún því fengið góðar móttökur á sýningunni.

Erla Sólveig Óskarsdóttir sýnir sófann Dyngju með glænýjum hægindastól í stíl. Einnig kynnir hún til leiks Hyrnu borðin sem eru framleidd á Íslandi. Sem dæmi um velgengni Erlu á sýningunni má nefna að aðeins tveimur tímum eftir að hún opnaði hafði þekktur danskur húsgagnaframleiðandi tryggt sér framleiðsluréttinn á þessum húsgögnum. 

Á Stockholm Furniture Fair er einnig líkan af Stöðinni eftir dansk-íslenska arkitektafélagið KRADS og verður verkið til sýnis á sýningarbás sænska hlaðvarpans Summit. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá íslenska básnum

Nánari upplýsingar veitir Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is

Deila