Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. maí 2019

Styrkir til markaðssetningar á Norðurlöndunum

Styrkir til markaðssetningar á Norðurlöndunum
Nú er hægt að sækja um styrki fyrir fjármögnun á verkefnum sem hafa það markmið að efla ímynd Norðurlandanna á alþjóðavettvangi.

Styrkirnir eru veittir af Norrænu ráðherranefndinni sem vinnur m.a. að stefnumótun í markaðssetningu á Norðurlöndunum. Sérstaklega er leitast við að styðja við verkefni og samstarf sem endurspeglar sameiginleg gildi Norðurlandanna, svo sem traust, jafnrétti, nýsköpun og sjálfbærni.

Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ríkisstjórna Norðurlanda og vinnur að sameiginlegum, norrænum lausnum sem skila sýnilegum árangri fyrir alla þá sem búa á Norðurlöndum.

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar

Facebook síða verkefnisins

Nordic Co-operation


Deila