Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. maí 2019

Þrjú lönd á norðurslóðum kynnt á vinnustofum í Bandaríkjunum

Þrjú lönd á norðurslóðum kynnt á vinnustofum í Bandaríkjunum
Dagana 20. til 23. maí stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í borgunum Washington, Baltimore, Charlotte og Boston í Bandaríkjunum.

Á vinnustofunum voru áfangastaðirnir Ísland, Færeyjar og Grænland kynntir. Í kjölfar kynninga funduðu gestir með fyrirtækjunum og kynntu sér fjölbreytt þjónustuframboð þeirra. Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Geir H. Haarde, heimsótti vinnustofuna í Washington og bauð gesti velkomna, sem vakti mikla ánægju. Um 70 ferðasöluaðilar á Bandaríkjamarkaði sóttu vinnustofurnar fjórar heim.  

Mikill áhugi var á þátttöku frá Íslandi og voru fulltrúar tuttugu fyrirtækja með í för. Það voru Elding, Eskimos, GJ Travel, GoNorth, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Íslandshótel, Keahotels, Perlan, Prime Tours, Reykjavik Excursions, Special Tours, Snæland Travel, Soleil de Minuit, Superjeep og TREX auk Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Vestfjarða. Fyrir hönd Grænlands voru tveir fulltrúar frá Visit Greenland og frá Færeyjum fulltrúar Visit Faroe Islands auk fyrirtækjanna Greengate Incoming og 62N.


Deila