Tólf viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands í heimsókn
Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands eru staddir hér á landi um þessar mundir í árlegri heimsókn sinni. Þeir eru hingað komnir til að efla tengslin milli atvinnulífs á Íslandi og sendiráða Íslands víðsvegar um heim og veita fyrirtækjum sem huga að útflutningi aðstoð og ráðgjöf varðandi viðskipti í umdæmislöndum sendiráðanna.
Viðskiptafulltrúarnir eru starfandi við sendiráð Íslands í New York, London, Kaupmannahöfn, Nýju-Delí, Tókýó, Pekíng, Moskvu og Berlín. Auk þess eru með í för fulltrúar frá sendiráði Íslands í Osló og Helsinki.
Boðið verður upp á viðtalstíma með viðskiptafulltrúunum miðvikudaginn 30. og fimmtudaginn 31. janúar nk. á Grand Hótel Reykjavík, 4. hæð.
Fundirnir eiga erindi við alla sem eru að huga að - eða eru nú þegar í - útflutningi til umdæmislanda sendiráðanna og óska eftir hagnýtum upplýsingum og ráðgjöf um markaðina frá fyrstu hendi.
Nú fer hver að verða síðastur að panta viðtalstíma, þeir sem hafa hug á að skrá sig í eru hvattir til að gera það sem fyrst í síma 511 4000 eða með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is
Nánari upplýsingar veita:
Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is og
Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is